Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 04. mars 2021 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grikkland: Ögmundur stóð vaktina er Olympiakos fór áfram
Ögmundur Kristinsson.
Ögmundur Kristinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmarkvörðurinn Ögmundur Kristinsson stóð vaktina í markinu hjá gríska stórliðinu Olympiakos er liðið komst áfram í gríska bikarnum í kvöld.

Olympiakos mætti Aris á útivelli í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum gríska bikarsins. Fyrri leikur liðanna endaði 2-1 fyrir Olympiakos.

Það voru heimamenn sem tóku forystuna með marki úr vítaspyrnu eftir tíu mínútur í seinni hálfleik og þeir voru á leið áfram alveg þangað til Andreas Bouchalakis jafnaði fyrir Olympiakos á 87. mínútu.

Það mark fleytti Olympiakos áfram í undanúrslitin og það verða tvö Íslendingalið þar; PAOK (Sverrir Ingi Ingason) og Olympiakos (Ögmundur Kristinsson).

Ögmundur, sem er 31 árs, er á sínu fyrsta tímabili hjá félaginu. Hann hefur verið bikarmarkvörður liðsins á tímabilinu en ekkert spilað í deildinni eða í Evrópukeppni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner