Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 04. mars 2021 10:27
Magnús Már Einarsson
Liverpool og Leipzig mætast aftur í Ungverjalandi
Liverpool fagnar marki í fyrri leiknum.
Liverpool fagnar marki í fyrri leiknum.
Mynd: Getty Images
UEFA hefur staðfest að síðari leikur Liverpool og RB Leipzig í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar fari fram á Puskas leikvanginum í Búdapest í Ungverjalandi.

Ástæðan er ferðatakmarkanir vegna kórónuveiru faraldursins.

Fyrri leikur liðanna fór einnig fram á sama velli en þar vann Liverpool 2-0.

Fyrri leikurinn var skráður heimaleikur RB Leipzig og því náði Liverpool að skora tvö útivallarmörk.

Það þýðir að þýska félagið þarf að skora að minnsta kosti þrjú mörk á miðvikudag til að snúa taflinu við.
Athugasemdir
banner
banner
banner