Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 04. mars 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeild kvenna - Íslendingar í stórliðum
Sara Björk er á mála hjá Lyon.
Sara Björk er á mála hjá Lyon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrri leikirnir í 16-liða úrslitum Meistaradeildar kvenna fara fram í þessari viku. Það voru sex leikir í gær og svo eru tveir leikir í dag. Það eru Íslendingalið í eldlínunni í báðum leikjum.

Núna eftir fimm mínútur hefst leikur BIIK Kazygurt og Bayern München í Kasakstan. Það er hádegi í Kasakstan núna. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er leikmaður Bayern en hún var í viðtali á Fótbolta.net í síðustu viku sem má skoða hérna.

Bayern er besta lið Þýskalands um þessar mundir og hefur unnið alla leiki sína í deildinni til þessa. Karólína Lea gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir félagið núna á eftir.

Klukkan 15:00 eiga svo Evrópumeistarar Lyon heimaleik gegn danska liðinu Bröndby. Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði, er auðvitað á mála hjá Lyon.

Leikir dagsins:
06:00 BIIK Kazygurt W - Bayern W
15:00 Lyon - Brondby W
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner