banner
   sun 04. apríl 2021 13:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Darmstadt saknaði Gulla - St. Pölten unnið alla deildarleiki í tæp 2 ár
Mynd: St. Pölten
St. Pölten lagði í dag Neulengbach að velli, 2-3, á útivelli í austurrísku kvenna-Bundesliga. Kristrún Rut Antonsdóttir er leikmaður St. Pölten en kom ekki við sögu í sigrinum í dag.

St. Pölten hefur unnið alla sína leiki í deildinni síðan 20. april árið 2019. Þá gerði liðið jafntefli gegn Altenmarkt. Síðan hefur liðið einungis mistekist að vinna í Meistaradeildarleikjum eða æfingaleikjum. Landhaus er í öðru sæti deildarinnar með 32 stig, sjö stigum minna en St. Pölten eftir þrettán umferðir.

Sjá einnig:
Skin og skúrir áður en stóra tækifærið bauðst - „Hugsaði að ég hefði engu að tapa"

Í þýsku 2. Bundesliga tók Darmstadt á móti Dusseldorf. Guðlaugur Victor Pálsson lék ekki með Darmstadt þar sem hann tók út leikbann í leiknum.

Dusseldorf komst yfir á 20. mínútu en Serdar Dursun jafnaði leikinn úr vítaspyrnu fyrir heimamenn á 37. mínútu. Á 62. mínútu skoruðu gestirnir sigurmark leiksins. Darmstadt átti fimm tilraunir á mark Dusseldorf í seinni hálfleik en markvörður gestanna hélt markinu hreinu seinni 45 mínúturnar.

Darmstadt hafði náð í sjö stig í síðustu þremur leikjum á undan leiknum í dag. Eftir leikinn er liðið áfram í 12. sæti deildarinnar en sigurinn fleytti Dusseldorf upp í 5. sæti deildarinnar. Ellefu stig skilja liðin að.
Athugasemdir
banner
banner