Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 04. apríl 2021 14:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
England: Lánsmaður frá Arsenal tryggði stig gegn Tottenham
Mynd: Getty Images
Newcastle 2 - 2 Tottenham
1-0 Joelinton ('28 )
1-1 Harry Kane ('30 )
1-2 Harry Kane ('34 )
2-2 Joe Willock ('85 )

Newcastle og Tottenham skildu jöfn á St. James' Park í dag. Lokatölur urðu 2-2 eftir að Tottneham hafði leitt 1-2 í leikhléi.

Joelinton kom Newcastle yfir á 28. mínútu en innan við tveimur mínútum seinna var Harry Kane búinn að jafna leikinn. Svo fjórum mínútum seinna var Kane búinn að koma gestunum yfir.

Tottenham hélt boltanum betur heilt yfir en það voru heimamenn sem áttu fleiri tilraunir að marki. Úr einni slíkri skoraði varamaðurinn Joe Willock. Willock var klár í teignum og skoraði með skoti af stuttu færi eftir frákast.

Fleiri urðu mörkin ekki og fá því bæði lið eitt stig hvort. Heimamenn þurftu á því að halda í botnbaráttunni en Tottenham mátti illa við að missa af þessum tveimur stigum undir lok leiks.

Þess má geta að WIllock er að láni frá Arsenal, erkifjendum Tottenham.
Athugasemdir
banner
banner
banner