Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 04. maí 2020 13:00
Magnús Már Einarsson
18,9% yngri en 22 ára í Pepsi Max - Víkingar yngstir
Ungir leikmenn spiluðu mikið með Víkingi í fyrra.
Ungir leikmenn spiluðu mikið með Víkingi í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
CIES Football Observatory birti í dag lista yfir þær deildir í heiminum þar sem flestir ungir leikmenn spila mínútur. Listinn gildir fyrir tímabilið 2019/2020 og á Íslandi er miðað við síðasta sumar.

Leikmenn undir 22 ára spiluðu 18,9% af mínútunum í Pepsi Max-deildinni í fyrra en Ísland er í 23. sæti á listanum yfir spilaðar mínútur hjá ungum leikmönnum.

Í úrvalsdeildinni í Slóvakíu spiluðu ungir leikmenn flestar mínútur eða 29% af mínútunum. Minnst var það í úrvalsdeildinni í Sádi-Arabíu eða 3,4%.

Ungir leikmenn spiluðu langflestar mínútur hjá Víkingi R. af öllum liðunum í Pepsi Max-deildinni.

Flestar mínútur hjá leikmönnum 22 ára og yngri
29.0% Slóvakía
28.8% Nýja-Sjáland
28.8% Írland
28.6% Eistland
28.6% Lettland
27.9% Holland

Flestar mínútur íslenskra liða
42.9% Víkingur R.
29,7% ÍA
25,9% KA
23% Fylkir
22,5% ÍBV

Smelltu hér til að sjá listann í heild sinni
Athugasemdir
banner
banner