Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
fimmtudagur 25. apríl
Mjólkurbikar karla
þriðjudagur 16. apríl
Meistarar meistaranna konur
mánudagur 15. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 12. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 8. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 5. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 1. apríl
Meistarar meistaranna
sunnudagur 31. mars
Enska úrvalsdeildin
föstudagur 29. mars
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 5. október
Sambandsdeild UEFA
mánudagur 2. október
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 1. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 29. september
Fótbolti.net bikarinn
þriðjudagur 26. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
mánudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 24. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
laugardagur 23. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 22. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
fimmtudagur 21. september
Sambandsdeildin
miðvikudagur 20. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 18. september
sunnudagur 17. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
fimmtudagur 18. apríl
Engin úrslit úr leikjum í dag
mán 04.maí 2020 12:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Barbára: Dreymt um atvinnumennsku frá því ég var lítil

Barbára Sól Gísladóttir lék upp alla yngri flokkana á Selfossi og fékk fyrsta tækifærið með meistaraflokki sumarið 2016. Hún hefur alls leikið 61 leik í deild og bikar og í þeim skorað þrettán mörk.

Á síðustu leiktíð var hún valinn í lið ársins í Pepsi Max-deildinni, lék alla leiki Selfoss sem endaði í 3. sæti og fagnaði bikarmeistaratitli um haustið. Fótbolti.net hafði samband við Barbáru og spurði hana út í ferilinn til þessa og hennar sýn á framtíðina.

Það var mikil synd að milliriðlinum var aflýst vegna Covid-19 af því ég er ekki frá því að við hefðum unnið riðilinn og komist á EM með þetta góða lið
Það var mikil synd að milliriðlinum var aflýst vegna Covid-19 af því ég er ekki frá því að við hefðum unnið riðilinn og komist á EM með þetta góða lið
Mynd/Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Þar unnum við Ítalíu, Sviss og Þýskaland. Unnum Þýskaland í fyrsta skipti í sögu Íslands í U19
Þar unnum við Ítalíu, Sviss og Þýskaland. Unnum Þýskaland í fyrsta skipti í sögu Íslands í U19
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég á mér draum að komast í atvinnumennsku og mig hefur langað að komast þangað síðan ég var lítil.
Ég á mér draum að komast í atvinnumennsku og mig hefur langað að komast þangað síðan ég var lítil.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég bjóst ekki beint við því (að skora svona mörg mörk) en ég setti mér markmið að skora meira en tímabilinu áður og það tókst.
Ég bjóst ekki beint við því (að skora svona mörg mörk) en ég setti mér markmið að skora meira en tímabilinu áður og það tókst.
Mynd/Fótbolti.net - J.L.
Þessi dagur er ógleymanlegur. Við vorum allar svo tilbúnar í þennan leik og lögðum okkur allar 100% fram til þess að vinna þennan titil.
Þessi dagur er ógleymanlegur. Við vorum allar svo tilbúnar í þennan leik og lögðum okkur allar 100% fram til þess að vinna þennan titil.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er mikill kraftur í henni og er hún dugleg að reka mann áfram. Hún er dugleg að hvetja okkur stelpurnar áfram.
Það er mikill kraftur í henni og er hún dugleg að reka mann áfram. Hún er dugleg að hvetja okkur stelpurnar áfram.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Minn vilji er að gera meira og betur heldur en ég gerði í fyrra.
Minn vilji er að gera meira og betur heldur en ég gerði í fyrra.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var svo tekið á móti okkur á Selfossi með blysum og flugeldum, svo var partý á Hótel Selfoss um kvöldið. Þessi dagur var hreint út sagt GEGGJAÐUR!
Það var svo tekið á móti okkur á Selfossi með blysum og flugeldum, svo var partý á Hótel Selfoss um kvöldið. Þessi dagur var hreint út sagt GEGGJAÐUR!
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
 Við erum með mjög sterkt lið og hef ég trú á að við munum gera betur enn í fyrra og við ætlum okkur að gera betur en í fyrra.
Við erum með mjög sterkt lið og hef ég trú á að við munum gera betur enn í fyrra og við ætlum okkur að gera betur en í fyrra.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég hef trú á því að hún muni koma mjög sterk inn í liðið okkar og hjálpa liðinu að ná markmiðum sínum.
Ég hef trú á því að hún muni koma mjög sterk inn í liðið okkar og hjálpa liðinu að ná markmiðum sínum.
Mynd/Selfoss - Guðmundur Karl
Svo voru áhorfendurnir svo geggjaðir, hópuðust saman í rútur og keyrðu í bæinn að styðja okkur og fögnuðu svo heldur betur með okkur.
Svo voru áhorfendurnir svo geggjaðir, hópuðust saman í rútur og keyrðu í bæinn að styðja okkur og fögnuðu svo heldur betur með okkur.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég á mér draum að komast í atvinnumennsku og mig hefur langað að komast þangað síðan ég var lítil."
Á kanti eða í bakverði
Barbáru var stillt upp í hægri bakverði í liði ársins í fyrra. Hvaða stöður getur Barbára leyst og hvernig leikmaður er hún?

„Ég hef spilað bæði hægri og vintri kant og bakvörð. Ég myndi segja að ég væri mjög varnarsinnaður sóknarmaður þegar ég er t.d. á kanti og sóknarsinnaður varnarmaður þegar ég er í bakverði. Ég get alveg notað báðar fætur en er mun betri með hægri," sagði Barbára við Fótbolta.net.

Átti að hlaupa af sér rassgatið
Barbára kom eins og fyrr segir fyrst inn í lið Selfoss árið 2016 og tók þátt í þremur leikjum það sumarið. Þá var hún einungis fimmtán ára gömul. Hvernig var að koma inn í lið Selfoss á þeim tímapunkti?

„Ég var nýbyrjuð að mæta á æfingar hjá meistaraflokki á þessum tíma og var ekkert að búast við því að vera valin í hóp þótt mig langaði það auðvitað mikið."

„Liðinu gekk ekki vel á þessum tíma, við vorum að berjast um að falla ekki úr Pepsi-deildinni og það var búið að vera mikið vesen með þjálfara mál og enginn fókus í liðinu."

„En ég var svo í hópnum í seinustu þremur leikjunum þetta sumar og kom inn á í fyrsta leiknum mínum á móti FH og þær voru 1-0 yfir og við máttum ekki tapa þessum leik."


Hvernig var tilfinningin að koma inn á í sínum fyrsta leik og fékk hún enhver sérstök fyrirmæli frá þjálfara sínum?

„Það var mjög stressandi að koma inn á í þessum leik 1-0 undir. Þjáfarinn sagði við mig að ég ætti að hlaupa af mér rassgatið og reyna að koma með smá ferskleika inn í leikinn."

Hvernig var sumarið 2016 þegar Barbára lítur til baka?

„Ég var ekki búin að æfa lengi með meistaraflokki áður en ég kem inn á í mínum fyrsta leik. Ég byrjaði að koma inn á eina og eina æfingu um mitt sumarið og var kominn í hópinn undir lokin."

„Á þeim tímapunkti var þungt yfir liðinu og vonleysi í loftinu enda var þetta í heildina mjög erfitt tímabil."


Beint upp og miðað sig við bestu liðin
Selfoss endaði í 2. sæti næstefstu deildar sumarið 2017 og lék Barbára sautján leiki og skoraði fjögur mörk. Hvernig var þetta tímabil þegar litið er til baka? Eru miklar breytingar á liðinu?

„Það var ekkert annað í boði hjá okkur en að komast upp í Pepsi aftur. Liðið var allt annað lið en árinu áður, annar þjálfari og allt aðrir leikmenn. En við settum okkur markmið að komast upp í Pepsi og við gerðum það."

Sumarið 2018 endar Selfoss um miðja deild og Barbára að leika stórt hlutverk á sínu fyrsta heila tímabili í efstu deild. Hvernig var sumarið 2018?

„Við bættum okkur mjög mikið sem lið þetta tímabil, lærðum vel inn á hvor aðra. Við söfnuðum miklu í reynslubankann á þessu sumri með því að spila við liðin í efstu deild - það eru mun sterkari lið í Pepsi-deildinni heldur en í 1. deild. Það var mjög gaman að sjá hvar við værum staddar miðað við bestu liðin."
„Þessi dagur er ógleymanlegur. Við vorum allar svo tilbúnar í þennan leik og lögðum okkur allar 100% fram til þess að vinna þennan titil."
Allir stefndu í sömu átt
Selfoss kom verulega á óvart síðasta sumar. Liðið endaði í 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar og landaði bikarmeistaratitli. Fyrir tímabilið var liðinu spáð falli úr deildinni. Hver var lykillinn að góðum árangri síðasta sumar?

„Við settum okkur auðvitað markmið fyrir tímabilið og vorum allar ákveðnar að ná þessum markmiðum. Liðsheildin er góð hjá okkur og við tilbúnar að leggja okkur fram fyrir hvor aðra. Lykillinn er sá að ef allir leggja sig 100% fram og allir stefna í sömu átt þá gengur liðinu vel."

Barbára lék alla átján leiki Selfoss í deildinni og alla leikina í bikarnum. Hún skoraði þrjú mörk í bikarnum og fjögur í deildinni. Fór hún með markmið um markafjölda inn í tímabilið?

„Ég bjóst ekki beint við því (að skora svona mörg mörk) en ég setti mér markmið að skora meira en tímabilinu áður og það tókst."

Ógleymanlegur dagur
Fyrsti titill Selfoss vannst síðasta haust þegar liðið lyfti bikarmeistaratitlinum eftir leik gegn KR. Hvernig var þessi dagur?

„Þessi dagur er ógleymanlegur. Við vorum allar svo tilbúnar í þennan leik og lögðum okkur allar 100% fram til þess að vinna þennan titil."

„Við settum okkur markmið að toppa árangurinn sem kvennalið Selfoss hefur náð og það var að komast í úrslit í bikar og lenda í 3. sæti í Pepsi. Viljinn og vinnusemin hjálpaði okkur gríðalega mikið áfram. Svo voru áhorfendurnir svo geggjaðir, hópuðust saman í rútur og keyrðu í bæinn að styðja okkur og fögnuðu svo heldur betur með okkur."

„Það var svo tekið á móti okkur á Selfossi með blysum og flugeldum, svo var partý á Hótel Selfoss um kvöldið. Þessi dagur var hreint út sagt GEGGJAÐUR!"


Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði fyrra mark Selfoss í bikarúrslitunum og skoraði alls sjö mörk í deildinni. Hvernig var að fá hana inn í liðið?

„Hún var svona eini reynsluboltinn sem við höfðum og kom hún mjög ákveðin inn í liðið. Það er mikill kraftur í henni og er hún dugleg að reka mann áfram. Hún er dugleg að hvetja okkur stelpurnar áfram."

Vill gera meira og betur en í fyrra
Barbára fékk ekki einungis viðurkenningu þegar hún var valin í lið ársins heldur var hún einnig í desember valin íþróttakona ársins á Selfossi. Gefa þessar viðurkenningar henni spark í rassinn að gefa enn frekar í til að ná enn lengra?

„Já þessar viðurkenningar gefa mér klárlega spark í rassinn, ég er búin að setja mér ný markmið og finnst mér þessar viðurkenningar setja aukna pressu á mig, að ég þurfi að gera mun betur en í fyrra. Minn vilji er að gera meira og betur heldur en ég gerði í fyrra."

Dagný kemur með aukinn kraft í liðið
Í nóvember var greint frá því að landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir væri gengin í raðir Selfoss. Hvernig er að fá hana inn í liðið?

„Það voru mjög góðar fréttir þegar hún skrifaði undir. Ég hef trú á því að hún muni koma mjög sterk inn í liðið okkar og hjálpa liðinu að ná markmiðum sínum. Við höfum nú ekki spilað marga leiki en þessa fáu leiki sem við höfum spilað er hún búin að koma með auka kraft inn í liðið og er mjög peppandi inn á vellinum."

Dreymt frá unga aldri að fara í atvinnumennsku
Barbára er að fara inn í sitt fjórða heila sumar í meistaraflokki. Hver eru hennar markmið þegar kemur að komandi leiktíð?

„Mín markmið eru klárlega að gera allt sem ég get til þess að liðið okkar verði sem best. Við erum með mjög sterkt lið og hef ég trú á að við munum gera betur enn í fyrra og við ætlum okkur að gera betur en í fyrra."

Er Barbára með einhverja drauma sem ná lengra en komandi tímabil. Einhverja drauma um atvinnumennsku?

„Ég á mér draum að komast í atvinnumennsku og mig hefur langað að komast þangað síðan ég var lítil."

Dómarinn tók vel í uppátæki liðsfélagans
Skiptum yfir í fortíðargírinn því Barbára sagði frá skemmtilegu atviki í 'hinni hliðinni' þegar liðsfélagi hennar tók upp rauða spjald dómarans eftir að dómarinn hafði misst spjaldið. Í kjölfarið gaf liðsfélagi Barbáru dómaranum rautt spjald.

Á móti hvaða liði gerðist þetta og hvernig viðbrögð sýndi dómarinn við þessu?

„Þetta var á móti Þór/KA á heimavelli og dómaranum fannst þetta mjög fyndið."

Gott U19 ára landslið
Barbára nefnir í 'hinni hliðinni' að mestu vonbrigðin til þessa á ferlinum hafi verið að falla úr leik í milliriðli fyrir EM U19 ára landsliða eftir tap gegn Hollandi. Í byrjun apríl var svo ákveðið að aflýsa komandi milliriðli í þeim aldursflokki.

Að lokum: Hver er hápunkturinn með yngri landsliðunum og hvernig er tilfinningin að milliriðlunum með U19 hafi verið aflýst vegna COVID-19?

„Hápunkturinn er held ég æfingamótið sem við vorum á núna fyrir um tveimur mánuðum á La Manga á Spáni. Þar unnum við Ítalíu, Sviss og Þýskaland. Unnum Þýskaland í fyrsta skipti í sögu Íslands í U19."

„Það var mikil synd að milliriðlinum var aflýst vegna Covid-19 af því ég er ekki frá því að við hefðum unnið riðilinn og komist á EM með þetta góða lið,"
sagði Barbára að lokum.

Sjá einnig:
Hin hliðin - Barbára Sól Gísladóttir (Selfoss)
Athugasemdir
banner
banner
banner