banner
   mán 04. maí 2020 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stuðningsmenn Liverpool hótuðu að myrða Evra og fjölskyldu hans
Mynd: Getty Images
Mynd:
Það vakti gífurlega athygli á sínum tíma þegar Luis Suarez var með rasisma í garð Patrice Evra. Í kjölfarið var Suarez ákærður og var Evra á sama tíma langt í frá látinn í friði.

Luis Suarez, framherji Liverpool, fór í átta leikja bann, eftir atvikið sem átti sér stað á Anfield árið 2011. Liverpool stuðningsmenn og leikmenn studdu við bakið á Suarez og bað Jamie Carragher, fyrrum miðvörður félagsins, Evra afsökunar á því í vetur.

„Manchester United fékk helling af hótunarbréfum sem tengdust mér á þessum tíma," sagði Evra í UTD hlaðvarpinu. Evra var einn besti vinstri bakvörðru heims og lék um árabil með United.

„Fólk var að segja að það væri í fangelsi, væri stuðningsmenn Liverpool og um leið og það kæmist út þá myndi það drepa mig og fjölskyldu mína."

„Í tvo mánuði var ég með öryggisverði með mér hvert sem ég fór. Þeir sváfu fyrir framan húsið mitt. Hvert sem ég fór fylgdu öryggisverðir með. Þetta var erfiður tími en ég var ekki hræddur. Fjölskyldan mín var það: eiginkona og bróðir, en ég var það ekki."

„Ég gat ekki skilið af hverju fólk hataði mig svo mikið. Það vissi ekki sannleikann."


Evra segist hafa náð sáttum við Suarez og að þeir hafi rætt málin fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2015 þegar Juventus mætti Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner