Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 04. maí 2020 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Ferguson við leikmenn Man Utd: Drullið ykkur út og áritið
Sir Alex Ferguson lét leikmenn heyra það
Sir Alex Ferguson lét leikmenn heyra það
Mynd: Getty Images
Patrice Evra, fyrrum leikmaður Manchester United, rifjaði upp áhugavert atvik sem átti sér stað á undirbúningstímabili en Sir Alex Ferguson lét þá leikmenn heyra það fyrir að árita ekki fyrir stuðningsmenn.

Evra spilaði með Man Utd frá 2006 til 2014 en hann ræddi atvik er liðið var erlendis í æfingaferð á undirbúningstímabilinu.

Leikmenn liðsins voru afar þreyttir og fóru beint upp í rútu á meðan Ferguson var úti að árita fyrir stuðningsmenn sem höfðu beðið eftir leikmönnunum.

„Áður en við fórum í rútuna vorum við ógeðslega þreyttir og það var röð af stuðningsmönnum. Leikmennirnir tóku ákvörðun um að enginn myndi árita og við fórum allir inn í rútu. Ég horfði svo út um gluggann og sé Ferguson árita fyrir alla," sagði Evra í hlaðvarpsþætti Man Utd.

„Ég get svarið það að hann var að árita í 45 mínútur. Hann áritaði fyrir alla. Ég sagði svið strákana að við værum dauðir þegar hann myndi koma aftur inn í rútuna."

„Hann kom inn í rútu og hraunaði yfir okkur!
sagði Evra og vitnaði þá í það sem Ferguson hrópaði yfir alla í rútunni.

„Hverjir í andskotanum haldið þið að þið séuð? Þetta er fólkið sem borgar launin ykkar. Þetta er fólkið sem kemur og horfir á ykkur spila. Drullið ykkur út úr rútunni og áritið fyrir fólkið," sagði Ferguson við leikmennina.

„Við þurftum að árita fyrir alla. Þetta var hugarfarið hjá Manchester United," sagði Evra ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner