Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 04. maí 2020 10:00
Magnús Már Einarsson
Formaður enska sambandsins: Sjáum ekki áhorfendur á næstunni
Mynd: Getty Images
Greg Clarke, formaður enska knattspyrnusambandsins, segir afar erfitt að sjá fyrir sér að áhorfendur fái að mæta á leiki á Englandi á næstunni vegna kórónaveirunnar.

Ef tímabilið verður klárað í ensku úrvalsdeildinni er ljóst að það verður fyrir luktum dyrum.

Möguleiki er á að allt næsta tímabil verði einnig spilað fyrir luktum dyrum.

„Sannleikurinn er sá að við vitum ekki hvernig hlutirnir eiga eftir að ganga. Það eru fjarlægðartakmörk í gangi og við eigum eftir að sjá miklar breytingar í fótboltanum," sagði Clarke.

„Til að mynda er erfitt að sjá fyrir sér áhorfendum, sem eru lifibrauð liða, snúa aftur á völlinn nokkurn tímann á næstunni."
Athugasemdir
banner
banner