Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 04. maí 2020 23:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrsta liðið í Serie A byrjað að æfa
Leikmenn Sassuolo gátu mætt á einstaklingsæfingu í morgun.
Leikmenn Sassuolo gátu mætt á einstaklingsæfingu í morgun.
Mynd: Getty Images
Liðin á Ítalíu geta hægt og rólega hafið æfingar að nýju eftir tæplega tveggja mánað hlé frá keppni.

Sassuolo varð í dag fyrsta liðið í Serie A til að hefja æfingar, um einstaklingsæfingar er að ræða.

Lið mega í fyrsta lagi æfa saman á hefðbundinn hátt þann 18. maí. Vincenzo Spadafora, íþróttamálaráðherra á Ítalíu, segir of snemmt að ræða um hvenær hægt er að hefja leik að nýju.

„Ég hef heyrt furðulegar sögur en það eru engar breytingar. Á þessum tímapunkti getum við ekki rætt um mögulegar dagsetningar á leikum."

Juventus er á toppi deildarinnar með stigi meira en Lazio sem er í öðru sæti.

Sjá einnig:
Sassuolo fyrsta félagið til að opna svæði sitt fyrir leikmönnum
Athugasemdir
banner
banner
banner