mán 04. maí 2020 19:15
Aksentije Milisic
Hertha Berlin setur Kalou í bann
Mynd: Getty Images
Hertha Berlin hefur ákveðið að setja Salomon Kalou, leikmann liðsins, í bann. Hann má því ekki æfa né spila með félaginu í óákveðinn tíma.

Kalou komst í fréttirnar fyrr í dag þegar hann braut alls konar reglur í beinni útsendingu á Facebook.

Kalou virti ekki tveggja metra regluna og sást hann taka í höndina á starfsfólki Hertha Berlin. Þá truflaði einnig liðsfélaga sinn Jordan Torunarigha á meðan verið var að taka sýni frá honum vegna kórónaveirunnar.

Kalou reitti marga til reiði með þessu og nú hefur félagið ákveðið að bregðast við og er Kalou kominn í bann hjá Herthu.

„Með þessu myndbandi sem tekið var inni í búningsklefa liðsins, braut Kalou reglur sem eru skýrar og sýndi hann framkomu sem er ekki viðeigandi við þessar aðstæður og endurspeglar ekki siðareglur Hertha BSC," segir í tilkynningu frá félaginu.

„Félagið hefur því tekið þá ákvörðun að banna viðkomandi leikmann frá æfingum og leikjum tafarlaust.“
Athugasemdir
banner
banner
banner