mán 04. maí 2020 20:00
Aksentije Milisic
Ince segir Man Utd að losa sig við Pogba
Mynd: Getty Images
Paul Ince, fyrrverandi leikmaður Manchester United og Liverpool, hefur sagt að Man Utd eigi að binda enda á Paul Pogba „sirkusinn".

Paul Pogba kom aftur til félagsins frá Juventus árið 2016 fyrir 89 milljónir punda. Ince er viss um að Pogba sjái eftir því að hafa komið aftur til United.

„Verum hreinskilin. Frá fyrsta degi hefur hann ekki náð að festa sig almennilega í sessi. Ég er viss um að hann hugsi sjálfur að það hafi verið rangt skref að koma aftur til United. Hann sér eftir því og það er augljóst," segir Ince.

Ince bar Pogba saman við Bruno Fernandes en Bruno hefur komið frábærlega inn lið United.

„Það eru vonbrigði hvernig Pogba hefur hegðað sér. Hans hegðun og frammistaða sýnir það að hann sér eftir þessu. Sjáðu Bruno og hvernig hann kom til félagsins. Hann hefur staðið sig frábærlega og strax unnið stuðningsmennina yfir á sitt band."

Þá segir Ince að frammistaða Pogba bæði á vellinum og utan hans, vesen með umboðsmanninn og almenn hegðun, sé ekki sæmandi fyrir leikmann hjá Manchester United. Því á að láta hann fara að mati Ince.
Athugasemdir
banner
banner
banner