Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 04. maí 2020 14:28
Magnús Már Einarsson
Kalou hneykslar Þjóðverja - Braut alls konar reglur
Salomon Kalou.
Salomon Kalou.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Salomon Kalou, framherji Hertha Berlin, hefur hneykslað marga í Þýskalandi eftir myndband sem hann birti á Facebook í dag. Kalou ákvað að skella sér í beina útsendingu á Facebook síðu sinni fyrir æfingu hjá Hertha Berlin.

Félög í Þýskalandi hafa æft í litlum hópum síðan í byrjun apríl en vonir standa til að hægt verði að hefja leik aftur í þýsku Bundesligunni síðar í mánuðinum.

Kalou gæti hins vegar hafa sett strik í reikninginn með útsendingu sinni í dag en þar braut hann reglur sem eru í gangi á æfingasvæðinu.

Kalou ákvað að virða ekki tveggja metra regluna sem er í gangi á æfingasvæðinu en hann sást á myndbandinu taka í hendur á leikmönnum á starfsfólki Hertha Berlin.

Hann truflaði einnig liðsfélaga sinn Jordan Torunarigha þegar verið var að taka sýni frá honum vegna kórónaveirunnar.

Áður en Kalou lauk útsendingunni heyrðist hann ræða við fyrirliðann Vedad Ibisevic en þeir kvörtuðu yfir launalækkunum. Ibisevic talaði um 11% prósent launalækkun sem hann tók á sig og þá heyrðist annar ósáttur leikmaður segja að hann hafi tekið 15% launalækkun á sig.

Hinn 34 ára gamli Kalou hefur fengið mikla gagnrýni fyrir myndbandið en þessi fyrrum leikmaður Chelsea er búinn að eyða því út af Facebook.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner