Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 04. maí 2020 10:30
Magnús Már Einarsson
Liverpool ennþá í bílstjórasætinu í baráttunni um Werner
Mynd: Getty Images
Liverpool er ennþá líklegasta félagið til að krækja í Timo Werner ef framherjinn yfirgefur RB Leipzig í sumar.

Independent segir í dag að Liverpool hafi áhuga á Werner en óvíst sé hvað liðið geti gert á leikmannamarkaðinum í sumar vegna kórónaveirunnar.

Rætt hafði verið um möguleg 50 milljóna punda kaup hjá Liverpool áður en kórónaveiran setti strik í reikninginn í fjárhag félaga.

Werner hefur sjálfur talað opinskátt um það að hann hafi áhuga á að ganga til liðs við Liverpool.

Hinn 24 ára gamli Werner myndi gefa Liverpool aukna breidd í fremstu víglínu og berjast við Roberto Firmino, Mohamed Salah og Sadio Mane um sæti í byrjunarliðinu.


Athugasemdir
banner