mán 04. maí 2020 15:33
Magnús Már Einarsson
Spænsk félög byrja æfingar í vikunni - Stefnt á leiki í júní
Úr leik í La Liga.
Úr leik í La Liga.
Mynd: Getty Images
Spænska úrvalsdeildin sendi frá sér yfirlýsingu í dag um að félög í deildinni megi hefja æfingar á ný í þessari viku.

Keppni í spænsku úrvalsdeildinni var hætt um miðjan mars vegna kórónaveirunnar og félög hafa ekki æft síðan þá.

Stefnt er á að hefja leik í deildinni aftur í næsta mánuði og lið munu hefja æfingar á ný á næstu dögum.

Leikmenn og starfsmenn fara í kórónaveirupróf tveimur dögum fyrir fyrstu æfingar og einungis mega sex leikmenn æfa saman í einu. Þeir þurfa einnig að virða tveggja metra regluna á æfingum.

Leikmenn mega ekki ferðast saman á æfingar en þeir fá enga búningsklefa og eiga að mæta á staðinn klæddir og tilbúnir í æfingu.
Athugasemdir
banner
banner
banner