Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 04. maí 2020 15:06
Magnús Már Einarsson
Tíu með kórónaveiruna í þýska boltanum
Þrjú smit voru hjá Köln.
Þrjú smit voru hjá Köln.
Mynd: Getty Images
Tíu leikmenn og starfsmenn reyndust smitaðir af kórónaveirunni í tveimur efstu deildunum í Þýskalandi en þetta kom í ljós þegar aðilar voru prófaðir á dögunum.

Samtals voru 1724 einstaklingar sendir í kórónuveirupróf og tíu þeirra reyndust smitaðir.

Leikmenn og þjálfarar allra 36 liðanna í tveimur efstu deildunum fóru í próf.

Köln greindi frá því um helgina að þrír einstaklingar hefðu reynst smitaðir hjá sér.

Félög í Þýskalandi hafa æft með takmörkunum undanfarnar vikur en vonir standa til að hægt verði að hefja deildarkeppnina á ný í þessum mánuði. Niðurstaðan úr prófunum undanfarna daga gæti hins vegar breytt því.
Athugasemdir
banner
banner
banner