Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 04. maí 2022 17:00
Elvar Geir Magnússon
Adama Traore verður ekki áfram hjá Barcelona
Mynd: EPA
Adama Traore verður ekki áfram hjá Barelona á næsta tímabili, þetta fullyrðir Diario Sport sem segir að hann sé ekki í áætlunum félagsins.

Adama kom til Barcelona í janúarglugganum frá Wolverhampton Wanderers á lánssamningi út tímabilið. Samið var um að Börsunga gætu keypt hann alfarið á 30 milljónir evra.

Barcelona er þó ekki tilbúið að borga þá upphæð fyrir leikmanninn.

Ein af ástæðum þess að Adama var fenginn til Barcelona var sú að Ousmane Dembele var úti í kuldanum og á sölulista. Frakkinn hefur síðan snúið aftur og fest sæti sitt á hægri kantinum.

Það er forgangsatriði hjá Barcelona að endurnýja samning Dembele og þá hefur félagið sýnt Raphinha, brasilíska landsliðsmanninum, hjá Leeds United áhuga.
Athugasemdir
banner
banner
banner