Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mið 04. maí 2022 22:06
Brynjar Ingi Erluson
Ancelotti heldur áfram að skrifa sig í sögubækurnar
Carlo Ancelotti
Carlo Ancelotti
Mynd: EPA
Ítalski þjálfarinn Carlo Ancelotti náði stórkostlegum áfanga í kvöld er Real Madrid kom sér í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir magnað einvígi gegn Manchester City.

Það leit út fyrir að Real Madrid væri á leið úr keppninni eftir að Riyad Mahrez skoraði fyrir City á 73. mínútu og var með tveggja marka forystu eftir leikina tvo en tvö mörk frá Rodrygo undir lok leiks og sigurmark frá Karim Benzema var það sem þurfti til að komast í úrslit.

Þetta er risastór áfangi fyrir Ancelotti. Á dögunum varð hann fyrsti þjálfarinn til að vinna deildarkeppni í fimm stærstu deildum Evrópu og nú setti hann annað met.

Hann er eini þjálfarinn í heiminum sem hefur fimm sinnum komist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Hann fór þrisvar sinnum í úrslitaleikinn með Milan og núna tvisvar með Madrídarliðinu en hefur bara tapað einu sinni til þessa og það var einmitt gegn Liverpool í Istanbúl árið 2005.

Fyrir leikinn í kvöld var hann jafna Marcello Lippi, Sir Alex Ferguson og Jürgen Klopp en nú á hann metið.


Athugasemdir
banner
banner
banner