Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 04. maí 2022 09:30
Brynjar Ingi Erluson
„Auðvitað svekkjandi en ekkert sem maður er pirraður yfir"
Bjarni Mark Duffield
Bjarni Mark Duffield
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni samdi við Start í byrjun árs
Bjarni samdi við Start í byrjun árs
Mynd: IK Start
Bjarni Mark Duffield, leikmaður Start í Noregi, ræddi aðeins við Fótbolta.net í rúmlega tuttugu mínútna spjalli á dögunum en hann ræddi meðal annars landsliðið.

Siglfirðingurinn samdi við norska félagið Start um áramótin eftir að hafa spilað með sænska félaginu Brage síðustu þrjú ár.

Bjarni er 26 ára gamall miðjumaður en hann spilaði 2 leiki fyrir KA og heilt tímabil með Fjarðabyggð áður en hann hélt út til Svíþjóðar og samdi við sænska C-deildarliðið Kristianstad.

Hann eyddi tveimur árum í Svíþjóð og spilaði undir stjórn Atla Eðvaldssonar áður en hann snéri aftur heim til Íslands. Þá var hann búinn að bæta leik sinn mikið en hann gekk í raðir KA og lék alla leiki tímabilsins í efstu deild.

Eftir tímabilið hélt hann til Brage í sænsku B-deildinni og tíma hans þar fékk hann tækifæri með A-landsliðinu. Það kom honum örlítið á óvart að hann hafi ekki fengið símtalið í síðasta janúarglugga miðað að margir væru frá vegna meiðsla og annarra ástæðna.

„Nei, ekki neitt. Já en ég var alls ekki að búast við því en kannski miðað við hópinn þá hefði ekki verið óeðlilegt að ég yrði með, það vantaði marga og margir að spila á sama eða eitthvað sem ég tel ekki jafngott level," sagði Bjarni Mark við Fótbolta.net.

„Það er auðvitað alltaf svekkjandi en ekkert sem maður er pirraður yfir. Það koma fleiri gluggar og ég held áfram að bæta mig og gefst ekkert upp á þessu."
Númer sex eins og Tinna Mark og LeBron
Athugasemdir
banner
banner
banner