Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 04. maí 2022 21:00
Fótbolti.net
6. sæti í spá Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina: Þór
Lengjudeildin
Mynd: Þór
Láki tók við síðasta haust
Láki tók við síðasta haust
Mynd: Palli Jóh / thorsport
Harley Willard er kominn í Þór.
Harley Willard er kominn í Þór.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrirliðinn Bjarki Þór.
Fyrirliðinn Bjarki Þór.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Guðjón er feykilega spennandi leikmaður.
Bjarni Guðjón er feykilega spennandi leikmaður.
Mynd: Páll Jóhannesson
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Lengjudeildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Sex aðilar spáðu í spilin fyrir sumarið og fengu liðin stig frá 1-12 eftir því hvar þeim var spáð. Efsta sætið hjá hverjum aðila fékk tólf stig og svo koll af kolli.

Spáin:
6. Þór, 42 stig
7. Grindavík, 37 stig
8. Selfoss, 30 stig
9. sæti Grótta, 26 stig
10. Afturelding, 21 stig
11. KV, 13 stig
12. Þróttur Vogum, 6 stig

Um liðið: Þór endaði í níunda sæti í fyrra, níu stigum frá fallsæti og tólf stigum frá sjötta sætinu. Liðið var aldrei í neinni baráttu um eitt né neitt á síðasta tímabilinu og tók langan kafla þar sem ekkert gekk að skora mörk. Liðið skoraði næst minnst í deildinni en einungis efstu fjögur liðin fengu á sig færri mörk.

Þjálfarinn: Þorlákur Árnason (1969) tók við þjálfun Þórs í vetur. Láki var síðast þjálfari félagsliðs árið 2013 þegar hann var á sínu síðasta ári með kvennalið Stjörnunnar. Þar á undan hafði hann þjálfaði karlalið Fylkis og Vals. Eftir Stjörnuna starfaði hann hjá KSÍ, í hæfileikamótun og með yngri landslið karla. Seint árið 2018 var hann ráðinn til Hong Kong og var yfirmaður fótboltamála þar til síðasta sumar.

Álit sérfræðings
Rafn Markús og Úlfur Blandon eru sérfræðingar Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina í ár. Úlfur gefur sitt álit á Þór.

„Þórsarar eru svolítið óskrifað blað, miklar breytingar hafa orðið á hópnum og nýr þjálfari. Það er eitthvað sem segir að þeir eigi eftir að koma á óvart í deildinni."

„Láki þjálfari Þórsara er ákaflega reynslumikill þjálfari og veit hvað hann vill fá frá liðunum sínum. Það er öruggt að liðið verður vel þjálfað með skýra hugmynda- og leikfræði. Þeir verða skipulagðir og agaðir í sínum leik eftir komu nýja þjálfarans og ákaflega erfiðir við að eiga."

„Það er öllum ljóst að heimavöllurinn skiptir öllu máli og það er kominn tími á að hann verði gerður að alvöru vígi. Oft á tíðum hefur verið mikil barátta í heimamönnum á Þórsvellinum en á sama tíma hefur það skilað litlu nema pirringi og leikleiða inni á vellinum. Tæklingarnar teknar fram yfir gæði og úrslit."

„Þeir sem hafa áhuga á fótbolta eru spenntir fyrir því að sjá Þórsara í ár og hvort að hægt sé að snúa við frekar döpru gengi liðinna ára. "


Lykilmenn: Harley Willard, Bjarki Þór Viðarsson og Orri Sigurjónsson.

Fylgist með: Bjarni Guðjón Brynjólfsson
Framsækinn leikmaður sem fékk talsvert af tækifærum í fyrra. Unglingalandsliðsmaður sem fæddur er árið 2004 og verður að öllum líkindum byrjunarliðsmaður í sumar.

Komnir:
Birkir Ingi Óskarsson frá Fjarðabyggð
Elvar Baldvinsson frá Völsungi (var á láni)
Harley Willard frá Víkingi Ólafsvík
Jewook Woo frá Suður-Kóreu
Jordan Damachoua frá Frakklandi
Sammie McLeod frá Englandi
Nikola Kristinn Stojanovic frá KF (var á láni)

Farnir:
Daði Freyr Arnarsson í FH (var á láni)
Dominique Malonga til Ítalíu
Jóhann Helgi Hannesson hættur
Liban Abdulahi
Ólafur Aron Pétursson hættur
Petar Planic
Vignir Snær Stefánsson

Fyrstu leikir Þórs:
6. maí gegn Kórdrengjum á heimavelli
13. maí gegn Fjölni á útivelli
20. maí gegn Grindavík á heimavelli

Spámenn: Elvar Geir, Guðmundur Aðalsteinn, Rafn Markús, Sæbjörn Steinke, Tómas Þór og Úlfur Blandon.
Athugasemdir
banner
banner