Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mið 04. maí 2022 15:00
Fótbolti.net
8. sæti í spá Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina: Selfoss
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dean Martin
Dean Martin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrirliðinn Gary Martin
Fyrirliðinn Gary Martin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breki Baxter vakti athygli á undirbúningstímabilinu
Breki Baxter vakti athygli á undirbúningstímabilinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Lengjudeildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Sex aðilar spáðu í spilin fyrir sumarið og fengu liðin stig frá 1-12 eftir því hvar þeim var spáð. Efsta sætið hjá hverjum aðila fékk tólf stig og svo koll af kolli.

Spáin:
8. Selfoss, 30 stig
9. sæti Grótta, 26 stig
10. Afturelding, 21 stig
11. KV, 13 stig
12. Þróttur Vogum, 6 stig

Um liðið: Selfoss endaði í 8. sæti í fyrra á sínu fyrsta tímabili í næstefstu deild frá því liðið féll úr deildinni árið 2018. Liðið fékk 24 stig, þar af þrettán á útivelli og fimmtán í seinni umferðinni. Í síðustu fimm leikjum deildarinnar fékk liðið níu stig eftir að hafa verið í talsverðri fallhættu þangað til.

Þjálfarinn: Dean Martin (1972) tók við þjálfun liðsins um mitt sumarið 2018 og hefur verið við stjórnvölinn síðan. Hann er því á leið inn í sitt fjórða heila tímabil. Deano lék með KA, ÍA og ÍBV sem leikmaður en hann kom fyrst til Íslands árið 1995.

Álit sérfræðings
Rafn Markús og Úlfur Blandon eru sérfræðingar Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina í ár. Úlfur gefur sitt álit á Selfossi.

„Liðið endaði undirbúningstímabilið ágætlega með tveimur góðum sigrum t.a.m. á móti KA um miðjan mars. Það er óhætt að segja að liðið er með eina sterkustu framlínu í Lengjudeildinni með þá Gonzalo og Gary Martin. Þeir eiga svo Hrvoje Tokic upp á að hlaupa ef allt um þrýtur. Það er alveg ljóst að þrátt fyrir komu Gonzalo þá veltur tímabilið svolítið á því hvernig Gary Martin mætir til leiks."

„Liðið er að fara í sitt fjórða tímabil með sama þjálfara og sömu áherslur sem er gott. Það er ákveðinn stöðugleiki í kringum Selfoss liðið sem er vel hægt að byggja á. Stefnan hjá félaginu er skýr það eiga að vera ungir Selfyssingar í liðinu, félagið hefur metnað til þess að vera ekki neðar en í næstefstu deild og vilja setja pressu á efstu liðin ef hægt er."

„Selfyssingar setja markið hátt og ætla sér betri árangur en í fyrra það er alveg ljóst. "


Lykilmenn: Gary Martin, Gonzalo Zamorano, Þorsteinn Daníel Þorsteinsson

Fylgist með: Valdimar Jóhannsson
Valdimar er eldfljótur kantmaður sem er virkilega spennandi leikmaður, hefur verið að bæta sig í markaskorun og verður áhugavert að sjá hvort hann nái enn betri árangri en í fyrra.

Komnir:
Chris Jastrzembski frá Færeyjum
Gonzalo Zamorano frá ÍBV
Elfar Ísak Halldórsson frá Ægi (var á láni)
Stefán Logi Magnússon frá Fylki (spilaði síðast 2019)

Farnir:
Arnar Logi Sveinsson
Emir Dokara
Gunnar Geir Gunnlaugsson til Hamars
Jason Van Achteren
Kenan Turudija í Grindavík

Fyrstu leikir Selfoss:
5. maí gegn HK á útivelli
13. maí gegn Gróttu á heimavelli
20. maí gegn Aftureldingu á útivelli

Spámenn: Elvar Geir, Guðmundur Aðalsteinn, Rafn Markús, Sæbjörn Steinke, Tómas Þór og Úlfur Blandon.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner