Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 04. maí 2022 15:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Davíð Snær mættur í Krikann
Í leik með Keflavík í Fóbolta.net mótinu snemma í janúar.
Í leik með Keflavík í Fóbolta.net mótinu snemma í janúar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Snær Jóhannsson, leikmaður Lecce á Ítalíu, er mættur í Kaplakrika samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Davíð hefur verið orðaður við FH síðustu daga en FH-ingar ætla sér að styrkja hópinn fyrir næstu 24 leiki í Bestu deildinni.

Davíð er miðjumaður sem uppalinn er hjá Keflavík en gekk í raðir Lecce í janúar og hefur síðan leikið með Primavera (vara- og unglinga) liði ítalska félagsins. Næsti leikur þess liðs er gegn Roma á laugardag.

Faðir Davíðs Snæs er Jóhann Birnir Guðmundsson og er hann afreksþjálfari FH. Davíð er nítján ára gamall og verður tvítugur í júní. Hann á að baki fjörutíu leiki fyrir U15-U19 ára landsliðin.

FH hefur einnig verið orðað við Lasse Petry, Sigurð Egil Lárusson og þá hefur Emil Pálsson verið að æfa með liðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner