Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 04. maí 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Dybala ætlar að ganga til liðs við erkifjendurna
Paulo Dybala ætlar til Inter
Paulo Dybala ætlar til Inter
Mynd: EPA
Argentínski sóknartengiliðurinn Paulo Dybala hefur tekið þá ákvörðun að yfirgefa Juventus í sumar og ganga til liðs við erkifjendur þeirra í Inter en það er skýrt frá þessu í Gazzetta dello Sport.

Dybala hefur verið einn af bestu mönnum Juventus síðustu ár eða frá því hann kom frá Palermo en nú er komið að því að skilja við félagið.

Samningaviðræður Juventus við Dybala drógust á langinn og var ákveðið að þær myndu halda áfram í sumar en þolinmæði hans er á þrotum og hefur hann ákveðið að yfirgefa félagið þegar samningur hans rennur út.

Ítalska blaðið Gazzetta dello Sport greinir frá því að hann hafi þegar ákveðið næsta áfangastað. Dybala ætlar til Inter og mun hann gera fjögurra ára samning þar sem hann mun þéna 6 milljónir evra í árslaun.

Þetta er ákvörðun sem mun slíta sambandi hans við stuðningsmenn Juventus en mikill fjandskapur er á milli stuðningsmanna þessara liða og á hann því ekki afturkvæmt.

Inter mun þurfa að losa sig við leikmenn til að koma honum fyrir en þeir Alexis Sanchez, Arturo Vidal og Matias Vecino gætu allir þurft að víkja.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner