Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 04. maí 2022 22:47
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola: Fótbolti er óútreiknanlegur
Pep Guardiola
Pep Guardiola
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var auðvitað svekktur eftir tapið gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld og setur nú alla orku á að klára deildina með stæl.

Real Madrid tapaði niður tveggja marka forystu í einvíginu á rúmri mínútu er Rodrygo skoraði tvívegis og kom Madrídingum í framlengingu.

Karim Benzema skoraði svo sigurmarkið úr vítaspyrnu í fyrri hluta framlengingarinnar og var það nóg til að komast í úrslitin.

„Við vorum nálægt, svo ótrúlega nálægt, en þegar allt kom til alls þá náðum við ekki að komast í úrslit."

„Þetta er einfalt. Þetta var ekki leikur í fyrri hálfleikur og við vorum ekki nógu góðir. Eftir að við skoruðum markið þá vorum við betri og fundum okkar hraða og okkar leik og leikmönnunum leið mjög vel."

„Það var ekki eins og þeir hafi bara sótt og sótt á síðustu tíu mínútunum eða að við höfum verið að þjást mikið. Það gerðist ekki en þeir settu marga leikmenn inn í teiginn með Militao, Rodrygo, Vinicius og Benzema og settu boltann inn í teig og skoruðu tvö mörk."

„Við spiluðum ekki okkar besta leik og það er eðlilegt. Þetta er undanúrslitaleikur og leikmennirnir finna fyrir pressunni og vilja gera hlutina. Fótbolti er óútreiknanlegur. Þannig er þetta og við verðum að sætta okkur við það."


Man City á nú fjóra leiki eftir í ensku úrvalsdeildinni og er einu stigi á undan LIverpool en öll einbeiting fer á að vinna deildina.

„Núna þurfum við að meðtaka það sem gerðist og koma til baka, með okkar fólki heima og klára síðustu fjóru leikina sem við eigum eftir," sagði Guardiola.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner