Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 04. maí 2022 14:10
Elvar Geir Magnússon
Ívar Ingimars nýr formaður landsliðsnefndar
Ívar Ingimarsson á ársþingi KSÍ.
Ívar Ingimarsson á ársþingi KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ívar Ingimarsson er nýr formaður landsliðsnefndar karla en skipað var í nefndir nýlega. Ívar, sem er fyrrum landsliðsmaður og fyrrum atvinnumaður, var kosinn nýr inn í stjórn KSÍ í febrúar og fékk flest atkvæði allra í stjórnarkjörinu.

Ívar, sem spilaði meðal annars í ensku úrvalsdeildinni, lék 30 landsleiki fyrir Ísland á árunum 1998-2007.

Auk Ívars eru Birkir Kristinsson, Guðbjörg Fanndal Torfadóttir, Haraldur Haraldsson, Sigurður Örn Jónsson og Unnar Stefán Sigurðsson í landsliðsnefnd karla.

Borghildur Sigurðardóttir varaformaður KSÍ er áfram formaður landsliðsnefndar kvenna. Hildur Jóna Þorsteinsdóttir og Margrét Ákadóttir eru í nefndinni.

Meðal annarra breytinga á nefndaskipan KSÍ má nefna að Halldór Breiðfjörð Jóhannsson er orðinn formaður dómaranefndar sambandsins.
Athugasemdir
banner
banner