Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 04. maí 2022 16:36
Elvar Geir Magnússon
Juve, PSG, Milan og Newcastle hafa rætt við Lingard
Mynd: EPA
Jesse Lingard er sagður hafa rætt við Juventus, Paris Saint-Germain, AC Milan og Newcastle en hann hyggst yfirgefa Manchester United þegar samningur hans rennur út í sumar.

Viðræður við tvö af þessum fjórum félögum eru sagðar vel á veg komnar.

Samkvæmt heimildum Daily Mail hefur Lingard útilokað að vera áfram hjá United, sama þó Erik ten Hag myndi reyna að sannfæra hann.

Þessi 29 ára leikmaður er sagður óánægður með það hvernig félagið hefur komið fram við hann og vill meina að loforð hafi verið svikin.

Lingard hefur verið á bekknum nánast allt tímabilið og byrjaði aðeins tvo leiki undir stjórn Ralf Rangnick. Eftir frábæra frammistöðu á láni hja West Ham í fyrra hefur hann ekki fengið þann spiltíma sem hann vonaðist eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner