mið 04. maí 2022 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Klopp í hóp með Ancelotti, Ferguson og Lippi
Mynd: Getty Images
Þýski stjórinn, Jürgen Klopp, er á leið í fjórða úrslitaleik sinn í Meistaradeild Evrópu eftir að Liverpool vann Villarreal samanlagt 5-2 í undanúrslitum keppninnar.

Liverpool var ekki beint í frábærum málum þegar Danny Makiele, dómari leiksins, flautaði til hálfleiks á El Madrigal í gær. Staðan var 2-0 fyrir Villarreal og miðað við spilamennsku enska liðsins þá var útlit fyrir kraftaverk hjá litla liðinu á Spáni.

Klopp talaði við sína menn og þeir mættu út í seinni hálfleikinn og skoruðu þrjú, Klopp er því á leið í fjórða úrslitaleik sinn í keppninni en hann hefur farið í einn með Borussia Dortmund og þrjá með Liverpool.

Aðeins þrír aðrir hafa afrekað þetta á þjálfaraferlinum en það eru þeir Carlo Ancelotti, Marcello Lippi og Sir Alex Ferguson.

Ancelotti getur hins vegar skrifað sig í sögubækurnar í kvöld ef liðinu tekst að vinna Manchester City í einvíginu og farið í fimmta úrslitaleikinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner