Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 04. maí 2022 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Költ-hetjan Elokobi leggur skóna á hilluna
George Elokobi
George Elokobi
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn hefur alltaf verið í rosalegu formi
Varnarmaðurinn hefur alltaf verið í rosalegu formi
Mynd: Getty Images
Kamerúnski varnarmaðurinn George Elokobi hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir nokkuð farsælan feril. Hann er hvað þekktastur fyrir frammistöðu sína með Wolves fyrir rúmum áratug síðan.

Elokobi, sem er 36 ára gamall, er fæddur og uppalinn í Kamerún en fluttist til Englands þegar hann var 16 ára.

Hann spilaði í neðri deildunum á Englandi áður en Mick McCarthy ákvað að fá hann til Wolves árið 2008.

Varnarmaðurinn öflugi var allan ferilinn í rosalegu formi og eyddi löngum stundum að lyfta lóðum en hlutverk hans hjá Wolves gríðarlega mikilvægt í þrjú ár.

Elokobi hjálpaði Wolves að komast upp í ensku úrvalsdeildina á fyrsta tímabili og festi sig í sessi í byrjunarliði liðsins í efstu deild.

Tímabilið 2010-2011 varð hann að hálfgerðri költ-hetju en hann átti stóran þátt í að liðið hélt sér uppi. Hann skoraði meðal annars sigurmark gegn Manchester United í deildinni og kom í veg fyrir að liðið, undir stjórn Sir Alex Ferguson, færi taplaust í gegnum tímabilið.

Ferillinn fór niður á við tímabilið á eftir og sat hann mikið á bekknum áður en hann fór til Nottingham Forest. Hann spilaði í neðri deildunum á Englandi næstu árin en síðast lék hann fyrir Maidstone United.

Elokobi hefur nú ákveðið að kalla þetta gott og leggja skóna á hilluna. Elokobi þjálfar nú akademíuna hjá Maidstone og því ljóst hvað tekur við hjá honum.


Athugasemdir
banner
banner
banner