Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 04. maí 2022 09:46
Elvar Geir Magnússon
Leikmaður í La Liga dæmdur í fjögurra ára fangelsi
Santi Mina, leikmaður Celta Vigo.
Santi Mina, leikmaður Celta Vigo.
Mynd: Getty Images
Santi Mina, leikmaður Celta Vigo á Spáni, hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir kynferðislegt ofbeldi í garð konu sem átti sér stað sumarið 2017.

Mina var þá leikmaður Valencia og var í fríi með fyrrum liðsfélaga sínum, David Goldar.

Á meðan málið var til rannsóknar hélt Mina áfram að spila og var í byrjunarliðinu gegn Granada um síðustu helgi. Hann hefur spilað alla leiki Celta Vigo í La Liga á tímabilinu nema einn. Hann hefur skorað sjö mörk og átt þrjár stoðsendingar.

Eftir dóminn hefur Mina, sem er 26 ára, hinsvegar verið tekinn út úr leikmannahópnum hjá Celta Vigo.

Auk fangelsisvistarinnar þarf Mina að borga 50 þúsund evrur í bætur til fórnarlambsins og þá hefur verið sett nálgunarbann á hann. Mina verður að halda a.m.k. 500 metra fjarlægð frá fórnarlambinu í 12 ár.
Athugasemdir
banner