Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 04. maí 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Mané bætti met Drogba og jafnaði Lampard
Sadio Mane hefur reynst Liverpool mikilvægur í útsláttarkeppninni
Sadio Mane hefur reynst Liverpool mikilvægur í útsláttarkeppninni
Mynd: EPA
Enginn leikmaður í ensku úrvalsdeildinni hefur skorað fleiri mörk í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu en Sadio Mané. Það varð ljóst eftir gærkvöldið.

Mané skoraði þriðja mark Liverpool í 3-2 sigrinum á Villarreal í gær er Liverpool kom sér í úrslitaleikinn í þriðja sinn undir stjórn Jürgen Klopp.

Hann gerði þá 15. mark sitt í útsláttarkeppninni og er því markahæsti Afríkumaðurinn á því stigi keppninnar. Didier Drogba skoraði 14 mörk en Mohamed Salah hefur gert 11 mörk.

Mané er þá búinn að jafna met Frank Lampard sem skoraði einnig 15 mörk fyrir Chelsea í útsláttarkeppninni og hefur því enginn leikmaður skorað meira en þeir tveir.

Karim Benzema, framherji Real Madrid, er þó methafinn ef horft er yfir alla leikmenn en hann hefur gert 16 mörk í útsláttarkeppninni.


Athugasemdir
banner
banner
banner