Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mið 04. maí 2022 13:30
Elvar Geir Magnússon
Steve Cook: Sjúkraliðar á vellinum björguðu lífi föður míns
Steve Cook í leiknum í gær.
Steve Cook í leiknum í gær.
Mynd: Getty Images
Steve Cook, varnarmaður Nottingham Forest, þakkar sjúkraliðum sem björguðu lífi föður síns fyrir Championship-leikinn gegn Bournemouth á þriðjudaginn.

Faðir hans fékk hjartaáfall á Vitality leikvangnum, heimavelli Bournemouth.

Bournemouth vann leikinn 1-0 og tryggði sér þar með sæti í ensku úrvalsdeildinni. Cook, sem er 31 árs, er fyrrum fyrirliði Bournemouth.

„Fyrst af öllu vil ég óska Bournemouth innilega til hamingju með að komast upp en ég verð líka að þakka sjúkraliðum á leiknum," skrifaði Cook á Twitter.

„Faðir minn fór í hjartastopp rétt fyrir leikinn en þeir náðu honum aftur til lífs. Ég verð þeim ævinlega þakklátur."

Cook gekk í raðir Forest í janúarglugganum eftir að hafa verið í áratug hjá Bournemouth. Tap Forest í gær gerir það að verkum að liðið fer í umspilið.


Athugasemdir
banner
banner
banner