Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 04. júní 2019 14:43
Arnar Daði Arnarsson
Breyting hjá U21 - Hjalti inn fyrir Finn Tómas
Hjalti Sigurðsson er kominn inn í hópinn.
Hjalti Sigurðsson er kominn inn í hópinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur þurft að gera eina breytingu á hópi liðsins fyrir leikinn gegn Danmörku.

Finnur Tómas Pálmason leikmaður KR í Pepsi Max-deildinni hefur þurft að draga sig úr hópnum vegna meiðsla. Inn í hópinn kemur annar KR-ingur sem er á láni hjá Leikni R. í Inkasso-deildinni, Hjalti Sigurðsson.

Ísland mætir Danmörku á föstudaginn á CASA Arena í Horsens og hefst leikurinn kl. 15:00.

Ekki er enn komið á hreint hvort leik Leiknis og Þróttar í Inkasso-deildinni verði frestað sökum þess að Hjalti er í landsliðsverkefni á sama tíma.

Búið er að fresta leik Víkings Ólafsvíkur og Keflavíkur í Inkasso-deildinni þar sem Ísak Óli Ólafsson leikmaður Keflavíkur er í hópnum.

Hópurinn:
Elías Rafn Ólafsson | Midtjylland
Patrik Sigurður Gunnarsson | Brentford
Alfons Sampsted | Norrköping
Jón Dagur Þorsteinsson | Vendsyssel
Ari Leifsson | Fylkir
Hörður Ingi Gunnarsson | ÍA
Alex Þór Hauksson | Stjarnan
Willum Þór Willumsson | BATE Borisov
Daníel Hafsteinsson | KA
Stefán Teitur Þórðarson | ÍA
Kolbeinn Birgir Finnsson | Fylkir
Sveinn Aron Guðjohnsen | Ravenna
Jónatan Ingi Jónsson | FH
Brynjólfur Darri Willumsson | Breiðablik
Ágúst Eðvald Hlynsson | Víkingur R.
Erlingur Agnarsson | Víkingur R.
Ísak Óli Ólafsson | Keflavík
Kolbeinn Þórðarson | Breiðablik
Þórir Jóhann Helgason | FH
Hjalti Sigurðsson | Leiknir
Athugasemdir
banner
banner