Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 04. júní 2020 11:57
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Heimasíða KR 
Beitir á ekki snjallsíma - Er með minnismiða á ísskápnum
Beitir með Íslandsmeistarabikarinn.
Beitir með Íslandsmeistarabikarinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Beitir Ólafsson, markvörður KR, er skemmtilegur karakter en í viðtali við heimasíðu KR segir hann frá því af hverju hann á ekki snjallsíma.

„Ég vel að hverfa nokkur ár aftur í tímann í tækniþróuninni og vinna þar. Ég held að svona 90% af því sem fólk fær sent í gegnum snjalltæki sé bara kjaftæði sem enginn þarf á að halda. Það hjálpar mér að slaka á og halda hugarró að vera laus við svona áreiti," segir Beitir.

„Satt að segja held að flestir hefðu gott af því að vera lausir við þetta þó að ég skilji að auðvitað þurfi sumt fólk á þessu að halda út af vinnu. Og það hefur alveg komið fyrir að ég hafi misst af fundum og þess háttar hjá liðinu af því ég var ekki að fylgjast með tilkynningum í einhveriu appi. En oftast kemur Rúnar skilaboðum til mín sem hinir strákarnir sjá í símunum sínum."

Hann festir minnismiða á ísskápinn hjá sér.

„Mér finnst rosalega fínt að hafa bara allt til minnis á ísskápnum, þá er hægt að skoða það þar, ræða hlutina og skipuleggja sig."

Heillandi áskorun
Beitir, sem er 34 ára, segir að hungur KR-inga í titla í sumar sé síður en svo minna en í fyrra.

„Það er miklu erfiðara að verja titil og mér finnst þetta vera afskaplega heillandi áskorun. Það er rosalega verðugt og skemmtilegt verkefni að standa undir öllu því hrósi sem við fengum fyrir frammistöðuna síðasta tímabil. Ef sá tímapunktur er á annað borð til þegar rétt er að slaka á í fótbolta þá er það örugglega ekki þegar þú ert nýbúinn að vinna titil, því þá viltu sýna hvað virkilega í þér býr, þá kemur stóra prófið," segir Beitir.

Þess má geta að í fyrra kom Beitir í mjög áhugavert viðtal við útvarpsþátt Fótbolta.net en það viðtal má heyra með því að smella hérna.
Athugasemdir
banner
banner