fös 04. júní 2021 12:30
Elvar Geir Magnússon
Arsenal hefur gert tilboð í Buendía
Emiliano Buendía.
Emiliano Buendía.
Mynd: Getty Images
Arsenal hefur gert tilboð í Emi Buendía, 24 ára miðjumann Norwich.

Arsenal vill fá inn sköpunarmátt á miðjuna eftir að Martin Ödegaard sneir aftur til Real Madrid eftir lánsdvöl.

Samkvæmt Mirror er tilboð Arsenal í kringu 30 milljónir punda en Aston Villa hefur einnig áhuga á að fá Argentínumanninn.

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var aðstoðarmaður Pep Guardiola þegar Norwich vann 3-2 sigur gegn Manchester City í september 2019. Buendía var frábær í þeim leik og átti tvær stoðsendingar.
Athugasemdir
banner
banner