Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 04. júní 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Atalanta kaupir Romero - Orðaður við Man Utd
Romero í leik með Atalanta í Meistaradeildinni.
Romero í leik með Atalanta í Meistaradeildinni.
Mynd: EPA
Samkvæmt vefmiðlinum Goal þá er Atalanta búið að kaupa miðvörðinn Christian Romero.

Atalanta fékk Romero á tveggja ára lánssamningi í september 2020 frá Juventus með möguleika á að kaupa hann svo. Atalanta ætlar að virkja þá klásúlu eftir aðeins eitt tímabil og borga fyrir hann 16 milljónir evra.

Romero átti frábært tímabil með Atalanta og var kjörinn besti leikmaður ítölsku úrvalsdeildarinnar á tímabilinu.

Hinn 23 ára gamli Romero var stór ástæða þess að Atalanta náði að enda í þriðja sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar.

Það er alls ekki víst að hann verði áfram hjá Atalanta, þrátt fyrir að félagið sé búið að kaupa hann. Manchester United er sagt vera með augastað á honum.
Athugasemdir
banner
banner