Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 04. júní 2021 18:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Átta fara frá Man Utd - Mata og Grant í viðræðum
Juan Mata.
Juan Mata.
Mynd: EPA
Manchester United tilkynnir það á vefsíðu sinni að átta leikmenn séu á förum frá félaginu.

Samningar þessara átta leikmanna eru að renna út núna um mánaðarmótin og verða þeir ekki framlengdir.

Um er að ræða markverðina Joel Pereira og Sergio Romero. Hinir sex leikmennirnir eru í akademíu félagsins; Jacob Carney, Mark Helm, Iestyn Hughes, Arnau Puigmal, Max Taylor og Aliou Traore.

Það kemur einnig fram í greinni að United er í viðræðum við Lee Grant og Juan Mata um nýja samninga.

Grant er 38 ára gamall markvörður sem kom til Man Utd frá Stoke sumarið 2018. Hann hefur spilað tvo keppnisleiki síðan þá en hann spilaði ekkert á síðustu leiktíð. Juan Mata kom til Man Utd 2014. Hann hefur verið í mikið minna hlutverki undanfarin ár en hann kom við sögu í 18 leikjum á síðustu leiktíð og skoraði þrjú mörk.
Athugasemdir
banner
banner