Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 04. júní 2021 14:49
Elvar Geir Magnússon
Heimild: 433.is 
Baldur vill lítið gera úr meintu hálstaki
Lengjudeildin
Baldur Sigurðsson.
Baldur Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru læti í Lengjudeildinni í gær en eftir dramatískt jafntefli Aftureldingar og Fjölnis í gær var allt á suðupunkti.

Afturelding komst í 2-0 en Fjölnir jafnaði 2-2, jöfnunarmarkið kom úr umdeildri vítaspyrnu í lok leiksins.

Samkvæmt heimildum 433.is var Baldur Sigurðsson, spilandi aðstoðarþjálfari Fjölnis, tekinn hálstaki af gæslumanni Aftureldingar að leik loknum.

Baldur snöggreiddist í þvögu sem myndaðist á vellinum eftir leik en vill í dag ekki gera mikið úr atvikinu.

„Þetta er ekkert til að tala um, við kláruðum þetta eftir leik. Þjálfararnir og dómarar leiksins kláruðu málið," segir Baldur við 433.is.

Sindri Þór Sigþórsson varamarkvörður Aftureldingar fékk rautt spjald eftir leik samkvæmt skýrslu dómara. Kristján Atli Marteinsson, leikmaður Aftureldingar, fékk einnig að líta rauða spjaldið eftir leik en það var svo skráð sem gult spjald í skýrslunni eftir leik.

Hópur af stuðningsmönnum Aftureldingar safnaðist við útganginn af vellinum þegar dómarar leiksins, Guðgeir Einarsson og hans aðstoðarmenn, gengu í átt að búningsklefum. Kallað var „Dómarinn fær rothögg!" en stuðningsmannasveitin í Mosfellsbæ kallar sig Rothöggið.
Athugasemdir
banner
banner