Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 04. júní 2021 14:31
Elvar Geir Magnússon
Bjössi Hreiðars: Ekki eins alvarlegt og myndirnar sýna
Lengjudeildin
Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari Grindavíkur.
Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari Grindavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari Grindavíkur, segir að stympingarnar sem urðu í lok leiksins gegn Selfossi í Lengjudeildinni í gær hafi ekki verið eins alvarlegar og ljósmyndir Víkurfrétta virtust sýna.

Skrifuð var frétt hjá Víkurfréttum þar sem segir að aðili í liðsstjórn Grindvíkinga, aðstoðarþjálfarinn Óskar Valberg Arilíusson, hafi gefið Sigurbirni harkalegt olnbogaskot.

Sigurbjörn segir að of mikið hafi verið gert úr málinu og allir hafi skilið sáttir eftir leik.

„Þetta gerist bara í hita leiksins. Hann veður inn á boðvang okkar, sem hann á auðvitað ekki að gera, og þar eru allir heitir. Hann er heitur, við erum heitir og það kemur til smá stympinga. Við ræddum saman eftir leik, kláruðum málið okkar á milli og allir sáttir. Þessi maður er alger öðlingur og þetta er bara eitt af því sem gerist í æsingnum, báðir aðilar misstu sig aðeins en ekkert alvarlegt," segir Sigurbjörn í samtali við Víkurfréttir.
Athugasemdir
banner