fös 04. júní 2021 13:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Cillesen bálreiður út í de Boer: Aldrei liðið jafn illa
Jasper Cillessen
Jasper Cillessen
Mynd: EPA
Frank de Boer
Frank de Boer
Mynd: EPA
Jasper Cillesseb verður ekki með Hollandi á EM. Hann var upphaflega í hópnum en hann fékk jákvæða niðurstöður ú covid-prófi í síðustu viku og ákvað landsliðsþjálfarinn Frank de Boer að velja hann ekki í lokahópnum.

Í stað hans kom inn Marco Bizot frá AZ Alkmaar.

Cillessen ferðiðist ekki með landsliðinu í æfingabúðir en hefði átt að koma til móts við hópinn þegar hann yrði laus við einkenni.

„Þetta eru þvílík vonbrigði og eitthvað sem mun taka tíma að jafna sig á," sagði Cillessen við De Telegraaf.

„De Boer vissi að ég hefði greinst með veiruna. Hann sagði svo á sunnudag að ég myndi koma til móts við hópinn um leið og ég fengi neikvæða niðurstöðu úr prófi. Ef það hefði tekið tíma þá myndi ég koma eftir æfingabúðirnar. Ég veit ekki hvað breyttist."

„Samkvæmt reglunum má skipta út markmönnum á meðan mótinu stendur og það var nægur tími. Ég var með einkenni í einn dag en annars var ekkert vandamál. Svo segja þeir að ég sé ekki í standi? Ég og landsliðsþjálfarinn munum aldrei vera sammála um það. Ég hef aldrei upplifað mig jafn valdalausan, reiðan og liðið jafn illa."

„Ég vil ekki segja hluti sem særa fólk og mér finnst ekki viðeigandi að segja allt sem ég er að hugsa núna því liðsfélagar mínir eru í fullum undirbúningi fyrir mótið,"
bætti Cillessen við.

De Boer tjáði sig um málið þegar hann tilkynnti lokahópin: „Mér finnst þetta mjög súrt fyrir Jasper, ég lét hann vita í morgun. Ég varð að taka ákvörðun. Hann fékk veiruna og missti af mikilvægum undirbúningi. Við vitum ekki hversu langan tíma það tekur hann að verða í fullkomnu standi. Ég vil ekki taka neinar áhættur varðandi það. Ég vil öryggi þar sem EM er að hefjast," sagði de Boer á þriðjudag.

Landsliðshópur Hollands:
Markverðir: Tim Krul (Norwich), Maarten Stekelenburg (Ajax), Marco Bizot (AZ)

Varnarmenn: Patrick van Aanholt (Crystal Palace), Nathan Ake (Manchester City), Daley Blind (Ajax), Denzel Dumfries (PSV), Matthijs de Ligt (Juventus), Jurrien Timber (Ajax), Joel Veltman (Brighton), Stefan de Vrij (Inter Milan), Owen Wijndal (AZ)

Miðjumenn: Donny van de Beek (Manchester United), Ryan Gravenberch (Ajax), Frenkie de Jong (Barcelona), Davy Klaassen (Ajax), Teun Koopmeiners (AZ), Marten de Roon (Atalanta), Georginio Wijnaldum (Liverpool)

Sóknarmenn: Steven Berghuis (Feyenoord), Cody Gakpo (PSV), Luuk de Jong (Sevilla), Donyell Malen (PSV), Memphis Depay (Lyon), Quincy Promes (Spartak Moskva), Wout Weghorst (Wolfsburg)
Athugasemdir
banner
banner
banner