fös 04. júní 2021 21:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Conte ekki sannfærður - Tottenham skoðar aðra möguleika
Antonio Conte.
Antonio Conte.
Mynd: Getty Images
Antonio Conte er ekki að taka við Tottenham eins og staðan er núna.

Ítalinn hefur verið sterklega orðaður við Spurs undanfarna daga og hann hefur verið í viðræðum við félagið sem er í stjóraleit.

Conte er án starfs eftir að hann hætti hjá Inter nokkrum dögum eftir að hafa tryggt liðinu Ítalíumeistaratitilinn.

Hann var ekki tilbúinn að vera áfram hjá Inter en óvissa er hjá félaginu vegna fjárhagsörðugleika og það er niðurskurður framundan.

Telegraph segir að Tottenham og Conte hafi ekki náð saman. Conte er ekki viss með metnað Tottenham og Spurs var ekki sannfært um kröfur hans og hvort hann myndi gefa ungum leikmönnum tækifæri.

Conte vill vinna titla og hann virðist ekki vera að taka við Tottenham.

Tottenham mun núna skoða aðra möguleika en það hefur gengið illa að ráða arftaka Jose Mourinho. Ef Conte tekur ekki við, þá mun það ekki hafa áhrif á ráðningu Fabio Paratici. Talið er líklegt að hann muni koma inn sem yfirmaður knattspyrnumála og koma að leikmannakaupum. Hann var yfirmaður hjá knattspyrnumála hjá Juventus í nokkur ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner