fös 04. júní 2021 15:00
Elvar Geir Magnússon
Eiður Smári: Búumst við að stjórna þessum leik
Icelandair
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari Íslands, var í viðtali við RÚV þar sem hann segist búast við því að Ísland stjórni leiknum gegn Færeyjum í kvöld.

Leikurinn, sem hefst 18:45, verður sýndur beint á RÚV 2 og þá verður hann í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.

„Þeir eru með sænskan þjálfara sem leggur mikið upp úr 4-4-2. Þeir eru með þétt lið, ágætlega spilandi, reyna að spila boltanum," segir Eiður.

Eiður segir að leikurinn í kvöld verði frábrugðnari en leikur Íslands gegn Mexíkó.

„Í þessum leik verða áherslur okkar kannski öðruvísi. Við munum leggja aðeins meira upp úr hápressunni. Við búmst við því að stjórna þessum leik meira, ef ekki mun meira, heldur en á móti Mexíkóum. Við munum leggja meiri áherslu á sóknarleik þar sem varnarleikurinn var númer eitt í síðasta leik og halda áfram þeirri frammistöðu sem við sýndum í Dallas. Hún var mjög góð, liðið var mjög þétt, við nýttum okkur boltann vel þegar við unnum hann. Við byggjum ofan á það."

„Það verða einhverjar breytingar á byrjunarliðinu og svo munum við nýta allar þær skiptingar sem að í boði eru. Við viljum sjá sem flesta og gefa sem flestum mínútur og sjá hvernig leikmenn passa inn í þessa uppstillingu hjá okkur."
Athugasemdir
banner
banner
banner