Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 04. júní 2021 22:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Engin úr toppliðinu í landsliðið - Átti Barbára að vera í hóp?
Barbára Sól Gísladóttir.
Barbára Sól Gísladóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nýverið var tilkynntur landsliðshópur fyrir vináttulandsleiki gegn Írlandi.

Það voru sex úr Breiðablik valdar, þrjár úr Val, ein úr ÍBV (á láni frá Val) og aðrar frá félagsliðum erlendis.

Selfoss er á toppnum í Pepsi Max-deild kvenna en á engan fulltrúa í hópnum. Það var rætt í Heimavellinum.

„Karitas Tómasdóttir er fulltrúi Selfoss í þessum hóp," sagði Mist Rúnarsdóttir en Karitas spilaði lengi með Selfoss. Hún er núna í Breiðablik.

„Barbára Sól Gísladóttir, það vinnur kannski gegn henni að hafa verið mikið meidd í vetur," sagði Mist og bætti við:

„Ég held að Steini sé ekki að fara að velja Fríðu (Hólmfríði Magnúsdóttir), hún hætti í fótbolta og er nýkomin aftur. Áslaug Dóra verður með U19 og getur orðið framtíðarleikmaður. Það er helst svona Barbára Sól. Hún dettur þá inn vonandi næst. Hún er búin að vera mjög sterk í sumar."

Hægt er að hlusta á Heimavöllinn í heild sinni hér að neðan. Það mikil og góð landsliðsumræða í þættinum.
Heimavöllurinn: Írarnir koma, U19 í þjálfaraleit og bikarblaður
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner