fös 04. júní 2021 20:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fann félag fyrir Birki: Getur vel spilað í Serie B og jafnvel í Serie A
Birkir ræðir við Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfara.
Birkir ræðir við Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfara.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason er samningslaus. Hann var að klára annað tímabil sitt með Brescia á Ítalíu en liðið komst ekki upp úr ítölsku B-deildinni í ár.

Landsliðsmaðurinn, sem er 33 ára, gæti skipt annað í sumar. Hann hefur spilað með Brescia frá janúar 2020.

Björn Már Ólafsson, sérfræðingur um ítalska boltann, talaði um Birki og aðra Íslendinga í hlaðvarpi sínu um ítalska boltann í vikunni. Hann stakk þar upp á félagi fyrir Birki í ítölsku úrvalsdeildinni.

„Brescia vill endursemja við hann en samkvæmt ítölskum fjölmiðlum eru þeir bara að bjóða honum eins árs samning og hann vill tveggja ára samning," sagði Björn Már.

„Hann er að skoða önnur samningstilboð. Það kemur ekki fram hvaðan þau tilboð koma. Hann getur vel spilað í Serie B og jafnvel í Serie A. Ef ég ætti að ráðleggja honum - ef hann gæti valið sér lið þar sem hann gæti fengið að spila - þá myndi ég hugsa um Udinese í efstu deild. Öfugt við Brescia þá er meiri ró yfir félaginu, Udinese, og það er ekki jafn ruglaður forseti."

„Þetta er lið sem þarf reynslu," sagði Björn en hægt er að hlusta á allan þáttinn hér að neðan.

Birkir er núna að spila með landsliðinu gegn Færeyjum. Hægt er að nálgast textalýsingu hérna.

Sjá einnig:
Leggur til að Andri fylgist með hvar Italiano endar
Ítalski boltinn - Uppgjörsþáttur tímabilsins
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner