Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 04. júní 2021 09:10
Elvar Geir Magnússon
Fer Richarlison með til Madrídar?
Powerade
Mynd: Getty Images
Raphinha orðaður við Liverpool.
Raphinha orðaður við Liverpool.
Mynd: Getty Images
Sulemana til Ajax?
Sulemana til Ajax?
Mynd: Getty Images
Tekur Vieira við Lille?
Tekur Vieira við Lille?
Mynd: Getty Images
Zaha, Richarlison, Nuno, Buendia, Moriba, Raphinha, Guendouzi og fleiri í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman.

Wilfried Zaha (28) hefur tilkynnt Crystal Palace að hann vilji fara annað í sumar (Times)

Antonio Conte er að ganga frá samkomulagi við Tottenham en verðmæti samningsins gæti hlaupið á 15 milljónum punda á ári. (Mirror)

Carlo Ancelotti, nýr stjóri Real Madrid, hefur áhuga á að taka brasilíska framherjann Richarlison (24) með frá Everton. (Football Inisder)

Everton er tilbúið að bjóða Nuno Espirito Santo (47), fyrrum stjóra Wolves, þriggja ára samning. (Nicolo Schira)

Everton mun reyna að fá portúgalska vængmanninn Pedro Neto (21) ef Nuno verður ráðinn nýr stjóri félagsins. (Liverpool Echo)

Arsenal og Aston Villa hafa gert tilboð í argentínska vængmanninn Emi Buendia (24) hjá Norwich. (Sun)

Barcelona er tilbúið að selja spænska miðjumanninn Ilaix Moriba (18) en Manchester United, Manchester City og Chelsea hafa áhuga. (Mail)

Liverpool leiðir kapphlaupið um að fá Raphinha frá Leeds en Manchester United og Manchester City hafa einnig áhuga á brasilíska vængmanninum. (Gianluigi Longari)

Liverpool hefur aldrei lýst yfir áhuga eða spurt Leeds út í Raphinha (24) þrátt fyrir fréttir um að félagið vilji fá hann. (Yorkshire Evening Post)

Arsenal er tilbúið að losa sig við franska miðjumanninn Matteo Guendouzi (22) fyrir aðeins 8,6 milljónir punda. (Le10Sport)

Everton er að íhuga tilboð í hollenska hægri bakvörðinn Denzel Dumfires (25) hjá PSV Eindhoven. (Voetbal International)

Norwich ætlar að gera 10 milljóna punda tilboð í varnarmann Celtic, Kristoffer Ajer (23), en en samningur norska varnarmannsins við skoska stórliðið rennur út eftir ár. (Sun)

Ajax er á undan Manchester United í kapphlaupinu um Kamaldeen Sulemana (19), ganverska vængmanninn hjá FC Nordsjælland. (Football Insider)

Franski sóknarmaðurinn Olivier Giroud (34) mun velja AC Milan en samningur hans við Chelsea er að renna út. (Gazzetta dello Sport)

Arsenal ætlar að selja Sead Kolasinac (27) en Schalke hefur sagt að félagið geti ekki keypt hann í sumar. Kolasinac var á lánssamningi hjá þýska félaginu. (Football London)

Atletico Madrid er opið fyrir tilboðum í spænska miðjumanninn Saul Niguez (26) sem hefur áður verið orðaður við Manchester United. (Marca)

Fiorentina hefur áhuga á að fá franska miðjumanninn Tiemoue Bakayoko (26) lánaðan frá Chelsea. (Fabrizio Romano)

Massimiliano Allegri fundaði með starfsteymi sínu hjá Juventus í gær. Aðalmálið var framtíð Cristiano Ronaldo. (Goal)

Tottenham er enn í viðræðum við Kóreumanninn Son Heung-min (28) um nýjan samning. Búist er við því að hann skrifi undir þegar nýr stjóri verður ráðinn. (Fabrizio Romano)

Douglas Luiz (23) verður væntanlega áfram hjá Aston Villa en ólíklegt er að Manchester City nýti sér ákvæði um að geta keypt brasilíska miðjumanninn til baka. (Express & Star)

Diego Simeone er nálægt því að gera nýjan samning við Atletico Madrid til 2024. (Cadena Cope)

Frakklandsmeistarar Lille hafa áhuga á að ráða Patrick Vieira í stjórastólinn. Christophe Galtier lét af störfum eftir að hafa stýrt liðinu til sigurs. (L'Equipe)

Nicklas Bendtner, fyrrum sóknarmaður Arsenal, hyggst halda áfram að mennta sig í þjálfarafræðum en hann tilkynnti í gær að hann hefði lagt skóna á hilluna. (Ekstra Bladet)
Athugasemdir
banner
banner
banner