fös 04. júní 2021 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Finnst hún eiga skilið meiri athygli en hún hefur verið að fá"
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir.
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn öflugi, Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir, er gengin til liðs við Houston Dash í bandarísku atvinnumannadeildinni frá Breiðabliki.

Andrea, sem er 25 ára, fór á láni til Le Havre í Frakklandi í vetur en sneri aftur í Kópavoginn fyrir mót og spilaði fimm fyrstu deildarleikina með Blikum.

Hún hefur þrisvar orðið Íslandsmeistari og í þrígang bikarmeistari með liðinu.

Rætt var um þetta skref hennar í Heimavellinum.

„Mér finnst þetta ótrúlega flott skref hjá Andreu. Ég verð bara að koma því að, mér finnst Andrea vera vanmetinn leikmaður. Hún er valin í A-landsliðið en bara með 11 leiki. Mér finnst hún eiga skilið meiri athygli en hún hefur verið að fá," sagði Lilja Dögg Valþórsdóttir.

„Hún er fædd 1996 og var í háskóla í Bandaríkjunum. Það á ekki að vera þannig, en kannski fer hún aðeins undir 'radarinn' vegna þess. Hún er miðjumaður sem er að berjast um sæti við Dagný, Söru Björk og Gunnhildi Yrsu... það að hún eigi svona fáa leiki - ég er sammála, þeir mættu vera helmingi fleiri - en þetta útskýrir það kannski að einhverju leyti," sagði Mist Rúnarsdóttir.

Hægt er að hlusta á Heimavöllinn í heild sinni hér að neðan.
Heimavöllurinn: Írarnir koma, U19 í þjálfaraleit og bikarblaður
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner