Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 04. júní 2021 20:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frakkland: Nýir meistarar eftir 14 ára einokun Lyon
PSG er meistari í fyrsta sinn.
PSG er meistari í fyrsta sinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lyon vann 8-0 sigur gegn Fleury 91 í lokaumferð frönsku úrvalsdeildarinnar en það var ekki nóg.

Lyon þurfti að treysta á það að Paris Saint-Germain myndi misstíga sig gegn Dijon á sama tíma.

Það gerðist ekki. PSG gerði það sem þær þurftu að gera. Sara Däbritz kom PSG yfir úr vítaspyrnu eftir átta mínútur. Staðan var 1-0 í hálfleik og Lyon því enn í möguleika. Dijon var inn í leiknum, en það breyttist á 61. mínútu þegar Irene Paredes skoraði annað mark PSG.

Jordy Huitema, sem er frá Kanada, innsiglaði svo sigurinn algjörlega á 90. mínútu. Það innsiglaði einnig titilinn.

PSG er meistari í Frakklandi í fyrsta sinn. Lyon hefur verið með yfirburði í Frakklandi og hafði unnið titilinn 14 sinnum í röð. Núna er PSG komið á blað.

Sara Björk Gunnarsdóttir er á mála hjá Lyon. Hún spilaði 12 leiki og skoraði þrjú mörk í frönsku úrvalsdeildinni á tímabilinu en hún er ólétt. Hún og Árni Vilhjálmsson, leikmaður Breiðablik, eru að eignast sitt fyrsta barn saman.
Athugasemdir
banner
banner
banner