fös 04. júní 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland mætir Færeyjum í dag - Pólland á þriðjudag
Icelandair
Ísland mætir Færeyjum.
Ísland mætir Færeyjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikael er á meðal þeirra sem koma inn í hópinn frá leiknum gegn Mexíkó.
Mikael er á meðal þeirra sem koma inn í hópinn frá leiknum gegn Mexíkó.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið á tvo leiki eftir í núverandi verkefni sínu.

Annar leikurinn í verkefninu, sem er gegn Færeyjum, fer fram í dag á Þórsvelli í Færeyjum. Leikurinn verður sérstakur vígsluleikur á þjóðarleikvangi Færeyja, Þórsvelli í Gúndadal, sem hefur gengið í gegnum miklar endurbætur.

Færeyingar eru komnir með þjóðarleikvang sem er mun flottari en Laugardalsvöllur, þjóðarleikvangur Íslands.

Leikur Færeyja og Íslands verður klukkan 18:45 á föstudagskvöld í beinni útsendingu á RÚV.

Ísland tapaði gegn Mexíkó í síðustu viku en á svo leik við Pólland á þriðjudag.

Það verður athyglisvert að sjá hvernig byrjunarliðið verður í dag en hópinn má sjá hér að neðan.

Hópurinn gegn Færeyjum:

Hópurinn:

Markmenn:
Elías Rafn Ólafsson - Fredericia
Rúnar Alex Rúnarsson - Arsenal
Ögmundur Kristinsson - Olympiacos

Varnarmenn:
Alfons Sampsted - Bodö Glimt
Brynjar Ingi Bjarnason - KA
Guðmundur Þórarinsson - New York City FC
Hjörtur Hermannsson - Bröndby IF
Ísak Óli Ólafsson - Keflavík
Kolbeinn Þórðarson - Lommel SK
Valgeir Lunddal Friðriksson - Häcken

Miðjumenn:
Andri Fannar Baldursson - Bologna
Aron Einar Gunnarsson - Al Arabi
Aron Elís Þrándarson - OB
Birkir Bjarnason - Brescia
Gísli Eyjólfsson - Breiðablik
Ísak Bergmann Jóhannesson - IFK Norrköping
Jón Dagur Þorsteinsson - AGF
Mikael Neville Anderson - FC Midtjylland
Stefán Teitur Þórðarson - Silkeborg IF
Þórir Jóhann Helgason - FH

Sóknarmenn:
Albert Guðmundsson - AZ Alkmaar
Jón Daði Böðvarsson - Millwall
Kolbeinn Sigþórsson - IFK Göteborg
Sveinn Aron Guðjohnsen - OB
Athugasemdir
banner