Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 04. júní 2021 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Launahæsti leikmaður Championship að verða samningslaus
Andre Ayew
Andre Ayew
Mynd: Getty Images
Swansea tilkynnti í dag að fjórir leikmenn í aðalliði félagsins munu ekki fá nýja samninga hjá félaginu.

Andre Ayew er stærsta nafnið en hinir eru þeir Kieron Freeman, Declan John og Barrie McKay. Tilkynnt var á sama tíma að Wayne Routledge stæði til boða að vera áfram.

Ayew, sem er 31 árs, er með um 80 þúsund pund í vikulaun og eftir vonbrigðin, 2-0 tapið gegn Brentford í úrslitaleik umspilsins, var ákveðið að framlengja ekki við Ayew.

Hann hefur verið með hæstu launin í Championship deildinni. Ayew gekk fyrst í raðir Swansea árið 2015 á frjálsri sölu og svo var hann keyptur árið 2018 á átján milljónir punda frá West Ham.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner