Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 04. júní 2021 10:06
Elvar Geir Magnússon
Leikmenn hóta að spila ekki á Copa America
Firmino og Richarlison eru meðal þeirra sem hafa áhyggjur.
Firmino og Richarlison eru meðal þeirra sem hafa áhyggjur.
Mynd: Getty Images
Leikmenn brasilíska landsliðsins sem eru búsettir í Evrópu eru tilbúnir að draga sig út úr Copa America, Suður-Ameríku bikarnum, en Covid-19 ástandið í landinu er slæmt.

Keppnin var færð til Brasilíu í síðustu viku en upphaflega áttu Argentína og Kólumbía að halda hana í sameiningu.

Yfir 470 þúsund manns hafa látist vegna Covid-19 í Brasilíu og margir sérfræðingar spá því að þriðja bylgjan skelli líklega á landinu í þessum mánuði.

Roberto Firmino, Gabriel Jesus, Richarlison og fleiri leikmenn eru að velta fyrir sér hvort rétt sé að þeir taki þátt í mótinu en það á að fara af stað eftir tíu daga.

Leikmennirnir hafa beðið um fund með mótshöldurum og ætla ekki að æfa fyrr en sá fundur hefur farið fram.
Athugasemdir
banner
banner
banner